Jói Kef átti veg og vanda að námskeiðunum sem voru haldin í dag til styrktar strákunum okkar. Það var mikið fjör á námskeiðunum og eflaust sjá margir eftir því að hafa ekki skráð sig tímalega. Ég kíkti upp í Bolaöldu og í Þorlákshafnarbrautina og þar var allt að gerast. Ég hefði viljað vera í standi til að taka þátt í þessum kennslustundum 🙁 . Jói felldi niður námskeiðið í Mosóbraut og voru þar tvær ástæður, 1. Að brautin lokaðist vegna vatnavaxta og hin var sú að Viktor var upptekin við morgunverðarkornsstökk. Jóa og Gulla þótti ekki tiltökumál að bæta við á námskeiðin hjá sér enda engir aukvissar. Ég reif með mér imbavélina mína og smellti örfáum myndum.
Það er rétt að þakka Kefaranum fyrir þetta framtak, það er öruggt að STRÁKANA OKKAR munar um hverja krónu. Það er ekki hægt að segja að það sé ódýrt að fara erlendis þessa dagana.
Jói á hrós skilið fyrir þetta framtak.
Sammála. Þetta er flott hjá honum. (Örugglega skemmtilegri fjáröflun en að selja wc-pappír.)
nei kallin bara á efstu mynd en ég vill þakka fyrir daginn ig þetta hjálpaði mér ekkert smá ;D