Þar sem mikið hefur ringt undanfarið þá er slóðakerfið okkar mjög viðkvæmt. Nú verðum við að höfða til skynseminnar hjá hjólafólki.
Moldarstígarnir eru eitt drullusvað og eitthvað er um að ökumenn keyri þá meðfram stígunum. Úr því verður hin mesta gróðurskemmd og það viljum við ekki sjá á svæðinu okkar. Vinsamlegast keyrið bara á svæðinu inn í Jósefsdal á meðan ástandið er svona.
Ef ekki er hægt að verða við þessari beiðni er hætta á því að slóðakerfinu verði lokað. En að sjálfsögðu treystum við því að til þess þurfi ekki að koma.
Stjórnin.