Íslenska liðið mætti til Franciacorta í gær og kom sér fyrir í pittinum. Í morgun var svo skoðum og hljóðmæling sem gekk ágætlega að öllu leiti nema að Aron fékk ekki samþykkt pústið hjá sér og þurfti að skipta um aftari kútinn og þá rúllaði hann í gegn. Góð stemming er í hópnum og nálægt 25 íslendingar eru á svæðinu. Strákarnir er staðráðnir að standa sig vel á morgun og hefa verið að keyra vel á æfingum. Hitinn hefur verið að plaga þá töluvert en það er aðeins kaldara í dag heldur en undanfarna daga þannig að vonandi verður það svoleiðis um helgina þó að veðurspáinn segi annað. Nýjar myndir frá æfingunum undanfarna daga eru komnar inn á vefalbúmið.