Fimmtánda umferð heimsmeistaramótsins í motocross fór fram í Englandi, nánar tiltekið í Isle of Wight. Þetta var hörkukeppni og má segja að þetta hafi verið stóri KTM dagurinn í þetta skipti. Ben Townley KTM sigraði over all og er það í fyrsta skipti frá því í Frakklandi sem hann vinnur keppni, og er kærkomið veganesti þegar hann
fer til USA. Annar varð Steve Ramon á KTM og þriðji varð væntanlegur liðsfélagi KTM, Michael Pichon á Hondu.
Coppins á Hondu varð fjórði og svo kom heimsmeistarinn Everts í fimmta sæti. Í MX2 varð það svo Tyla Rattray KTM sem kom aftur eftir hnémeiðsl og sigraði, annar varð Pourcel á Kawasaki og þriðji Nunn á KTM.
Ben Townley wippar glæsilega.
Steve Ramon á fullri ferð.
Pichon, skemmtilegur ökumaður
Tyla Rattray sigraði MX2