Ricky Carmichael á Suzuki sigraði um helgina síðustu keppni tímabilsins í AMA Nationals Motocrossinu. Hann hefur unnið allar keppnir ársinns, og reyndar allar keppnir frá því í júlí 2003, sem gerir 27 sigrar í röð. Kevin Windham og Ernesto Fonseca á Hondum urðu í öðru og þriðja. Í 125 flokknum var Ivan Tedesco á Kawasaki sigurstranglegastur, en hann flaug á hausinn í báðum mótoum og kláraði aðeins 17. overall, en þrátt fyrir það sigraði hann mótið. Alessi sigraði fyrra mótoið og Langston varð í öðru, en í seinna mótoinu flæktist Alessi í hjólinu hjá Tedesco þegar hann datt ásamt fleirum og Langston sigraði. Overall sigraði því Langston á Kawa, annar varð Villophoto á Kawa og þriðji Short á Hondu.