Hrafnkell í Íslandi í bítið

Í morgun hélt umræðan áfram um motocrosshjólin í Ísland í bítið. Hrafnkell formaður var mættur í settið, ásamt Árna Friðleifssyni lögreglumanni og Ragnheiði Davíðsdóttur öryggisfulltrúa hjá VÍS. Svo var Ragnheiði skipt út fyrir Ólaf Kr.  Hrafnkell skírði okkar hlið á málinu og fór m.a. í gegn um tryggingarmál yngstu ökumannana.  Farið á VefTV og stillið klukkuna í þættinum á 7:37.  Vonandi skilar umræðan sér í að við getum farið að tryggja fyrir sangjarna upphæð yngstu iðkendurna í okkar íþrótt, og eins og önnur íþróttafélög innan ÍSÍ unnið markvisst barna og unglingastarf þar sem lagaramminn væri aðlagaður íþróttinni. Þegar talað er um 5-6 ára krakka á motocrosshjólum er ég ekki viss

 um að almenningur skilji að þarna er verið að tala um 2-3hp hjól með stoppara á bensíngjöfinni þannig að hægt er að stjórna algerlega hversu hratt púkarnir komast, sem eru svo klæddir í allan hugsanlegan hlífðarbúnað eins og hjálm, olnbogahlífar, hnélífar, crossstígvél, brynju, hanska, hálskraga og fl. Enda ekki nokkur maður sem setur barnið sitt óvarið á hjól og horfir svo á.  Sumum krökkum finnst einfaldlega ekki gaman í fótbolta eða fimleikum, og það á að vera hægt fyrir þá að stunda hjólasportið undir handleiðslu foreldra og þjálfara löglega ef þau fá tækifæri til.
Smá viðbót við þetta, smellið til að stækka:


Skildu eftir svar