Krakkakross í Reiðhöllinni í dag kl 16

Góðan dag og bestu þakkir til allra sem skemmtu sér vel í

Stillt upp á æfingu í Reiðhöllinni - mynd frá Sveppagreifanum
Stillt upp á æfingu í Reiðhöllinni - mynd frá Sveppagreifanum

gærkvöldi á árshátíðinni. Í dag verður æfing í Reiðhöllinni frá kl. 16 til 18. Æfingin á miðvikudaginn tókst gríðarlega vel og frábært að sjá hvað margir mættu og skemmtu sér vel í höllinni. Krakkarnir eiga án efa eftir að taka miklum framförum og ekki laust við að maður öfundi púkana að fá að keyra þarna inni. 🙂 Í dag verður æfing kl. 16 en þá mæta minni hjólin/óvanari ökumenn og stærri hjólin/vanari keyrarar mæta kl. 17. Hægt er að skrá sig í æfingarnar fram að áramótum eða borga fyrir staka æfingu á staðnum.

Nokkrir valmöguleikar á æfingum eru í boði og verðin er eftirfarandi: 
a) 10.000 kr. Þrekæfingar í Selásskóla – mánudaga og fimmtudaga kl. 17 – til áramóta           
b) 12.000 kr. Hjólaæfingar í Reiðhöllinni eingöngu, kl. 16/17  – til áramóta
c) 18.000 kr. Þrek + hjólaæfingar í Reiðhöllinni 
d)  8.000 kr.  Hjólaæfingar í Reiðhöllinni (þe. þeir sem eru skráðir nú þegar í þrekæfingarnar)
e)   2.000 kr. Stök æfing í Reiðhöllinni

Allir velkomnir að kíkja og prófa – góða skemmtun

Skildu eftir svar