Í kvöld, þriðjudaginn 17. nóvember, kl. 20:00, standa Slóðavinir fyrir fundi um kortlagningu vegslóða, skipulamál, Reykjanesfólkvang og aðkomu ferðafólks að slóðamálum. Fundurinn fer fram í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3.
Framsögumenn kvöldsins verða:
Sesselja Bjarnadóttir, starfsmaður Umhverfisráðuneytisins og formaður starfshóps ráðherra um utanvegaakstur. Sesselja kynnir aðgerðir ráðuneytisins í baráttunni gegn utanvegarakstri, auk þess að kynna störf starfshópsins.
Ólafur Arnar Jónsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar og formaður átakshóps um Reykjanesfólkvang. Ólafur kynnir störf átakshópsins, stofnun og markmið, umfang vandamála, áætlun um samráð og hver staða verkefnisins er í dag. Einnig verður fjallað um hlutverk fólkvangsins og framtíðaráætlanir. Ólafur greinir frá aðkomu Umhverfisstofnunar að málaflokknum „akstur utan vega“ og þeim fjölda mála sem til þeirra berast.
Jakob Þór Guðbjartsson, formaður ferða og útivistarfélagsins Slóðavinir. Jakob fjallar um slóðamál út frá hagsmunum ferðafólks á vélknúnum farartækjum, aðferðarfræði sem nota má við skipulag slóða og framtíðarsýn.
Áhugafólk um ferðafrelsi og skipulasmál er kvatt til að mæta.