Næsti hádegisfundur ÍSÍ verður föstudaginn 9. mars næstkomandi kl. 12.00-13.00 í sal E í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dr. Remco Polman mun halda fyrirlestur um íþróttasálfræði og streitu meðal afreksfólks í íþróttum.
Dr. Polman starfar í University of Hull í Englandi þar sem sérsvið hans eru íþróttasálfræði og hreyfiþroski.
Hann hefur m.a. fjallað mikið um streitu og streitustjórnun íþróttamanna þar sem hann hefur gert rannsóknir á
afreksíþróttafólki.
Fundurinn er öllum opinn og er afreksíþróttafólk, íþróttaþjálfarar og aðrir sem
vinna með afreksíþróttafólki sérstaklega hvattir til að mæta.
Í lok fundar verður opnað fyrir fyrirspurnir.