Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.
Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.
Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.
Krakkanásmkeiðin í reiðhöllinni eru á fullu hjá Gulla og Helga Má. Mætingin á námskeiðin er mjög flott enda eru þeir félagar mjög góðir og þolimóðir kennarar. Í dag voru rúmlega 20 krakkar mættir og var svaka fjör hjá þeim. Það voru æfðar beyjur, bremsað inn í beygjur, langur beinn kafli inn í beyju, hvernig á að hafa hendur á stýri og margt, margt fleira. Ég held svei mér að fullorðnir gætu líka lært helling á þessum námskeiðum.
Ég fór í Mosóbraut og reiðhöllina í dag og smellti nokkrum myndum á mína heimilisimbavél, vonandi afsakið þið gæðaleysið á myndunum. Ef ekki þá er það bara svo 🙂
Já þessi helgi búin að vera mjöög góð miða við árstíma, Bolalda var í frábæru standi á laugardaginn og núna í dag bara í þokkalegu standi.
og vona að það komi aftur svona helgi, annars bara naglana á!
Flott frétt. maður kemst bara í jólaskap