Þriðjudaginn 24. nóvember standa Slóðavinir fyrir myndasýningu, til okkar koma þeir Ingólfur Kolbeinsson og Viggó Már Jensen, en þeir félagar afrekuðu það í sumar að hjóla frá Nýja Sjálandi og alla leið til Íslands, 22.000 kílómetra á fjórum mánuðum. Þeir koma með ferðasöguna og myndir. Myndasýningin verður haldin í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3, og hefst kl. 20:00.
Til að gefa smá innsýn í þetta 4 mánaða ferðalag þeirra félaga þá fóru þeir í gegnum Thailand, Kambódía, Laos, Thailand, Kína (ekki hjólin), Móngólía, Rússland, Úkraína, Móldóvía, Rúmenía, Úngverjaland, Austuríki, Sviss, Frakkland, Þýskaland, Dannmörk og Ísland. Mörg þessara landa eru mjög vanþróuð og töluðu þeir sérstaklega um að vegirnir í Móngólíu hefðu verið svakalegir því í rigningum breyttust þeir í eitt stórt drullusvað. Rússland var það land sem þeim þótti erfiðast og verður gaman að heyra hvers vegna það var.
Vonumst til að sjá sem flesta, Slóðavinir.