Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn bjóða til mótorsportveislu laugardaginn 5. desember í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er fyrsta skipti á Íslandi sem keppt verður innanhúss í Endurokrossi þar sem hver hindrun verður áskorun!
Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.
Nokkrir velkunnir reynsluboltar í sportinu hafa lagt fram krafta sína í hönnun á braut sem getur flokkast undir fjölbreytta eðalblöndu af enduro, trial og mótorcrossi. Keppendur geta því átt von á alls kyns spennandi hindrunum; staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteinahrúgum, risadekkjum, kubbagryfjum, vatnstjörn og mörgu fleira.
Hörð og spennandi keppni
Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu væntanlega mæta til keppni hungraðir að ná titli í þessari fyrstu keppni en áform erum að halda samtals þrjár svona keppnir í vetur ef vel tekst til með þá fyrstu. Keppt verður í riðlum og komast fyrstu menn í hverjum riðli áfram í lokariðillinn þar sem allt verður lagt undir. Búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun enda verða áhorfendur mjög nálægt brautinni og hjólunum og ættu því nánast að finna fyrir átökunum á eigin skinni.
Glæsileg verðlaun
Sigurvegara keppninnar vera verðlaunaðir með glæsilegum verðlaunum bæði í formi og góðra gripa og peningaverðlauna en öll keppnisgjöld renna óskipt til þeirra sem keppa í lokariðlinum.
Endurokrosskeppnir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Veðrið spillir oft fyrir keppnishaldi hér á landi og því hafa ekki skapast tækifæri áður til halda keppni af þessu tagi á Íslandi. Með samkomulagi við forráðamenn Reiðhallarinnar er þessi keppni að verða að veruleika og við erum mjög bjartsýnir á keppnin heppnist vel.
Öllum sölu og þjónustuaðilum býðst ennfremur að vera með kynningu á vörum og þjónustu í anddyri Reiðhallarinnar þannig að það verður margt á sjá í húsinu þennan dag.
Takið laugardaginn 5. desember frá – þið viljið ekki missa af þessum viðburði!
Skráning keppenda hefst fljótlega hér á vefnum, takmarkaður fjöldi kemst í keppnina og keppnisstjórn áskilur sér rétt til að velja og hafna keppendum.
er aldurstakmark?
Er hægt að prófa brautinna?
þetta er tær snilld. Hvernig er formattið annars á þessu? útsláttarkeppni??
býst við því að þessi braut sé ekkert lamb að leika sér við..