Þá er búið að birta dagskrá og uppröðun keppenda í 4 undanriðla sem munu keppa í Endurokrossinu á morgun.
Æfingar byrja klukkan 11.20 og keppnin sjálf hefst klukkan 12:15, rétt er að benda áhorfendum á að mæta tímanlega til að missa ekki af neinu.
Hér er dagskráin sem áhorfendur og keppendur þurfa að hafa við höndina
Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í Reiðhöllina í Víðidal á morgun laugardag í hádeginu. Þetta er eitthvað sem þú vilt ekki missa af!!!! Mætttu á staðinn og helst ekki seinna en klukkan 11.00
Keppendur athugið: DAUÐUR MÓTOR alls staðar nema inni í Reiðhöll, vinsamlegast engan akstur eða gangsetningar fyrir utan.
Öll hjól komi sunnan megin í húsið, klár í skoðun og keppni – ekki er gert ráð fyrir aðstoðarmönnum eða öðrum en keppendum þar.
Eins biðjum við menn að fjölmenna og aðstoða okkur strax eftir keppni að taka niður brautina og koma út úr húsinu.
var þarna áðan þetta lítur mjög vel út. Einar alveg að missa sig í brautinni haha
Sjáiði þetta, þetta lítur vel út
djöfulssnild. Þetta verður maður að sjá