Endurocrossið í Reiðhöllinni í dag heppnaðist gríðarlega vel og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega í troðfullri höllinni. Kári Jónsson var í banastuði og sigraði með nokkrum yfirburðum en Björgvin Stefánsson var annar.
Menn voru almennt virkilega sáttir við umgjörðina á keppninni og brautin var bæði krefjandi og skemmtileg. Grjótakaflinn var nokkur torfær og einhverjir brutu mótorhlífar, beygluðu tannhjól eða misstu af keðjuna. En það er víst partur af þessu öllu.
Nánari fréttir af keppninni síðar.
Rosalegt að missa af þessu. Verður þetta eitthvað í sjónvarpinu?
Bara snilld, rosa flott show og mjög áhorfendavænt.
Takk fyrir mig 🙂
Ég segji sama, þetta var rosalega flott, vel að verki staðið.
Miðað við fjölda áhorfenda þá er klárlega framtíð í þessu.
Takk fyrir mig.
Til hamingju VÍK með þetta. Hvenær verður næsta mót?
Þetta var geðveikt flott og gaman mikið af fólki, ég vona að þetta heldur áfram, meira svona!
bara flooooooooooooooot
Þetta kemur í fréttunum á RÚV í kvöld og svo verður sýndur þáttur í janúar.
Þetta kom mjög vel út í sjónvarpinu Maggi. Glæsilegt og hlakka til að sjá þetta í sjónvarpinu í janúar.
Glæsileg frétt sem Maggi og co komu á RÚV. Þvílíkt flott umfjöllun og frábær myndataka hjá köppnum. Við fengum þvílíkt flotta umfjöllun.
MEGA flott! Frábært að koma fréttinni að hjá RÚV, strákar. Virkileg gott fyrir sportið. Vil þakka öllum sem stóðu að keppninni fyrir frábæra skemmtun og flottheit.
Hér er linkur á fréttina á RÚV: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497833/2009/12/06/13/