Ventastilling á CRF 250

Þar sem vetur konugur setur marga úr hjólastuði þá er ekki vitlaus hugmynd að dunda aðeins í hjólinu.
Þar sem ég er með  CRF 250´08  skrifa ég um hvernig ég geri ventlastillinu á þannig græju. Bókin, sem fylgir með hjólinu, gefur upp að gott sé að yfirfara ventlabilið á hjólinu á ca 20 tíma fresti.

ATH veraldarvefurinn er pottþétt með uppl um hvenig á að ventlastilla aðrar tegundir.

1. Það er nauðsynlegt að þrífa hjólið mjög vel áður en hafist er handa við að opna mótorinn. Taka allar hlífar, bensíntank og annað sem gæti falið óhreinindi sem gætu komist í vélina.

ATH: þetta er eins og ég hef framkvæmt þessa aðgerð sjálfur. Þessi grein er ekki á vegum VÍK og þeir semkjósa að prufa sig áfram eftir henni gera það á eigin ábyrgð.

ATH: fylgið leiðbeiningum sem eru í viðhaldsbókinni (manual). Ef þið hafið enga reynslu af viðgerðum er gott að leita til verkstæða sem sérhæfa sig í mótorhjólaviðgerðum. Ef mótornum er stillt vilaust á tíma þá er voðinn vís. Það getur allt farið í klessu!

Fjarlægja ventlalokið, að sjálfsögðu þarf að taka kertahettuna/ háspennukelfið og öndunarslönguna frá fyrst.
Fjarlægja ventlalokið, að sjálfsögðu þarf að taka kertahettuna/ háspennukelfið og öndunarslönguna frá fyrst.

Þarna er öll dýrðin komin í ljós.
Þarna er öll dýrðin komin í ljós.
Ventlamæling á innsogsventlum. "Sjá æskilegt bil í þjónustubók hjólsins".
Ventlamæling á innsogsventlum. "Sjá æskilegt bil í þjónustubók hjólsins". ATH gott er að stilla tímamerkin á réttan stað áður en hafist er handa við að mæla.
Ventlamæling á útsogsventlum. ATH ventlabilið þar er að öllu jöfnu meira á pústhlið en soghlið.
Ventlamæling á útsogsventlum. ATH ventlabilið er að öllu jöfnu meira á pústhlið en soghlið.

Þegar hér er komið þá þarf að leggja saman eða draga frá til að sjá hvort að það þurfi að breyta ventlaplötunum. Vanalega þarf að setja grennri ventlastilliplötur. Ef einhverju þarf að breyta.

Hér sjást tímamerkin á knastásinum. Þau eiga að vera í línu við brúnina á heddinu.
Hér sjást tímamerkin á knastásinum. Þau eiga að vera í línu við brúnina á heddinu.
Hér sést tímamerkið á vinstri hlið mótorssins. Punktur á sveifarástannhjóli á að passa á móti örinni sem er á mótorhlífinni ( kúpplingsmegin )
Hér sést tímamerkið á vinstri hlið mótorssins. Punktur á sveifarástannhjóli á að passa á móti örinni sem er á mótorhlífinni ( kúpplingsmegin )

Gott er að vera með þetta á hreinu áður en rifið er í sundur til að vera alveg viss hvernig á að vera þegar maður setur saman aftur 🙂 Þegar búið er að fjarlægja keðjustrekkjarann þá er hægt að fjarlægja keðjuna og knastásinn.

Hér er keðjustrekkjarinn. Boltarnitr uppi og niðri eru festingarnar, miðjuboltinn er lok til fyrir keðjustrekkjaragorminn.
Hér er keðjustrekkjarinn. Boltarnir uppi og niðri eru festingarnar, miðjuboltinn er lok til fyrir keðjustrekkjaragorminn.
Til að fjarlægja keðjuna og knastásinn þarf að taka knastásklemmurnar af.
Til að fjarlægja keðjuna og knastásinn þarf að taka knastásklemmurnar af. ATH þegar sett er saman aftur, klemmurnar eru ekki eins og þurfa að snúa rétt. Sjá örvar á klemmunum. Einnig þarf að passa splittin sem eru í klemmunum, splittin eru stýringar fyrir knastáslegurnar. Ekki tína þeim né missa ofan í mótorinn.
Til að ná keðjunni af þarf að draga knastásleguna að tannhjólinu, þá er hægt að skekkja ásinn og fjarlægja keðjuna af. ATH passið að missa ekki keðjuna niður.
Til að ná keðjunni af þarf að draga knastásleguna að tannhjólinu, þá er hægt að skekkja ásinn og fjarlægja keðjuna af. ATH passið að missa ekki keðjuna niður.
Gott er að binda upp keðjuna með vír, bandi eða palstsstrappi, þá er öruggt að hún hrinji ekki niður.
Gott er að binda upp keðjuna með vír, bandi eða palstsstrappi, þá er öruggt að hún hrinji ekki niður.
Þá er bara að taka upp bollana sem ventlastilliskinnurnar eru inní.  Þ.e á innsogsventlunum. Og skipta þeim út eftir þörfum.
Þá er bara að taka upp bollana sem ventlastilliskinnurnar eru inní. Þ.e á innsogsventlunum. Og skipta þeim út eftir þörfum.
Til þess að komast að ventlasskinnunum fyrir útblástursventlana þarf að fjarlægja rokkerarminn. Fyrst þarf að fjarlægja lok sem er á vinstri hlið heddsins, þar kemmst öxullinn fyrir rokkerarminn út.
Til þess að komast að ventlasskinnunum fyrir útblástursventlana þarf að fjarlægja rokkerarminn. Fyrst þarf að fjarlægja lok sem er á vinstri hlið heddsins, þar kemmst öxullinn fyrir rokkerarminn út.
Hér sjást ventlaskífurnar í útblástursventunum. ( Fyrir framna kertatúbuna ) Skipta þeim út eftir þörfum.
Hér sjást ventlaskífurnar í útblástursventunum. ( Fyrir framan kertatúbuna ) Skipta þeim út eftir þörfum.
Mér finnst best að merkja á blað hvernig skinnurnar eiga að vera. Þá er þetta ekkert að ruglast hjá mamnni!
Mér finnst best að merkja á blað hvernig skinnurnar eiga að vera. Þá er þetta ekkert að ruglast!
Svo er bara að setja latt draslið saman aftur. Passa að herða allt samkvæmt þjónustubókinni. ATH að gefa sér góðann tíma til að stilla tímann réttann saman. Sjá myndir fyrir ofan.
Svo er bara að setja allt draslið saman aftur. Passa að herða allt samkvæmt þjónustubókinni. ATH að gefa sér góðann tíma til að stilla tímann réttann saman. Sjá myndir fyrir ofan.
Gott er að fara halda við skrúfjárnið með töng meða það er verið að koma keðjustrekkjaranum á sinn stað aftur.
Gott er að halda við skrúfjárnið með töng meðan það er verið að koma keðjustrekkjaranum á sinn stað aftur. Með skrúfjárninu herðið þið saman strekkjargorminn.

Þegar búið er að stilla öllu saman á tímamerkjum og setja keðjustrekkjarann í, þá kikka ég alltaf mótornum nokkrum sinnum og fer aftur yfir tímamerkin. Rétt svona til að vera alveg viss.
Svo er bara ganga frá öllu draslinu aftur á sinn stað og fara að leika sér þegar veður gefst.

4 hugrenningar um “Ventastilling á CRF 250”

  1. Snilld Óli
    Maður þarf að koma sér í þetta og stimilskipti ef græjan á að duga næsta ár.
    kv
    Benni

Skildu eftir svar