Nú styttist óðum í Dakarinn og í dag mættu menn með tækin til skoðunar. Þetta er ekki eins og við þekkjum hér – skoðað frá kl. 8:30 til 11:00..! Nei við erum að tala um frá morgni til kvölds í þrjá daga, enda töluvert meira að skoða en t.d. fyrir venjulega MX-keppni. Hjól og bílar eru spekkuð með allra handa siglingagræjum og svo þarf í ár að skoða sérstaklega hjól sem eru stærri en 450cc með tilliti til kraftminnkunar! Svo er það ýmiss annar búnaður eins og læknisvottorð, neyðarbúnaður, vatnstankur og fl. og fl.
Keppnin hefst 2. janúar og eftir því sem best er vitað mun Eurosport sýna daglega frá keppninni.
Ein hugrenning um “Dakar – Er allt klárt?”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Á eitthvað að fylgja þessu eftir hér á síðunni?