í gærkvöldi var haldinn fyrsti félagsfundur vetrarins hjá VÍK.
Hrafnkell stóð upp og kynnti þessa félagsfundi til sögunar og sagði að meiningin með þeim væri meðal annars til að menn vissu meira hvað er að gerast bak við tjöldin hjá félaginu, og einnig til að menn gætu hittst og spjallað yfir vetrartímann, enda er vitað að hjólamenn hafa alltaf um nóg að spjalla þegar þeir hittast. Hann fór svo létt yfir hvað er helst í vinnslu hjá félaginu, svæðamálin, og fl.
Aron Reynisson sagði svo frá hvað væri helst að gerast hjá hjóla og sleðanefnd MSÍ. Þar er m.a. stanslaust verið að vinna í skráningar og tryggingarmálum
hjólamanna og eitt af því sem ber hæst, er að í mai þegar ÍSÍ mun að öllum líkindum samþykkja okkur inn sem sérsamband, munum við verða aðilar að heimssambandinu FIM.
Jóhann Halldórsson for svo yfir mögulega byggingu á innanhúsaðstöðu fyrir motocross, m.a. stærð, staðsetningu, kosnaðaráætlun á byggingu, reksturskosnaðaráætlun og fl., og sýndi okkur það svart á hvítu að þetta eru ekki endilega tómir draumórar, heldur ef rétt er staðið að málum gæti vel orðið að veruleika, þótt að vissulega séu þetta fyrstu þreifingar og að mörgu að huga. Mættir voru ca 30 manns og stemningin bara fín. Við hvetjum menn að fjölmenna á næsta fund, enda sígilt umkvörtunarefni á aðalfundum að það vanti almenna félagsfundi til að hittast, fá að vita hvað er að gerast, og spjalla.