Samkvæmt reglum MSÍ er hægt að skipta um númer einu sinni á ári. Sá tími er núna, eða eins og stendur í tilkynningu frá MSÍ:
Keppendur sem kepptu árið 2009 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 4. – 6. febrúar. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma.
Keppnisnúmerareglur MSÍ fyrir Íslandsmótaraðir.
1. Keppnisnúmer 0, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 getur Íslandsmeistari í Motocross MX-Open flokki eða Meistaradeild Enduro sótt um ef þau eru laus.
2. Keppnisnúmer frá 10 til 100 er aðeins hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í öllum umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
3. Keppnisnúmer frá 101 til 500 er hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í einhverri af umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
4. Keppnisnúmer frá 501 til 999 geta allir sem uppfylla lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmótinu í Motocross og Enduro á yfirstandandi keppnistímabili sótt um. Einnig þeir sem uppfylla skilyrði 1, 2 og 3 sótt um þessi númer.
5. Keppnisnúmer sem ekki hefur verið notað í 2 ár í einni keppni eða fleirum fellur niður og er endurúthlutað.
6. Númeraskifti fara fram á ákveðnum tímum ársins sem stjórn MSÍ ákveður hverju sinni.
7. Sækja skal um númeraskifti á skraning@msisport.is á auglýstum tíma, sækja skal um númer sem óskað er eftir auk númers til vara ef það númer sem óskað er eftir er upptekið.
8. Þeir keppendur hafa forgang að nýjum númerum í þessari röð miðað við stöðu í Íslandsmóti árinu á undan. 1.-5. sæti, MX Open, Enduro Meistaradeild, MX-2, MX Unglinga, MX 85, MX Kvenna, Enduro Baldursdeild. Þar á eftir er úthlutað eftir hvernig umsóknir berast.
Almenn umsókn um keppnisnúmer fyrir íslandsmót MSÍ gerist í gegnum “Mína síðu” sem keppendur hafa aðgang að á vef MSÍ. Ekki er þörf á að sækja um keppninúmer fyrir æfingar- eða bikarmót.
Reykjavík, 3. febrúar. 2010
Enduro & Motocrossnefnd MSÍ
Laus 2 stafa númer:
12, 13, 19, 20, 25, 26, 29, 32, 36, 37, 40, 45, 48, 49, 52, 53, 54, 55, 56, 59, 60, 62, 63, 65, 67, 68, 70, 71, 73, 74, 75, 80, 82, 83, 86, 88, 89,93,94,95,97 einnig er fjöldi númera frá 100-500 laus.
Ég skráði mig inná felix en ég næs svo ekki að innskrá mig inná msisport.is… einhver sem getur hjálpað mér ??
Ertu í VÍK, sendu mér tölvupóst á vik@motocross.is og ég skal skoða málið. Kveðja Keli