Stjórn VÍK hefur komist að samkomulagi við nýjan aðila um að halda Off-Road challenge í sumar. Brautarstæðið er á Suðurlandinu og er stórglæsileg og í anda Klausturskeppnanna sem haldnar voru í upphafi þessarar aldar. Að sögn formannsins er svæðið gríðarlega spennandi, steinlaust, hólar, hæðir, sandur og annað skemmtilegt.
Nánari upplýsingar verða kynntar fljótlega og skráning hefst hér á vefnum 1.mars á miðnætti.
Frááábært
Stuð stuð stuð
WOOHOO
geggjað
Hvar verður hún?
eða hvar er þetta svæði
og hvenær verður þetta?
Þetta verður 23.maí samkvæmt keppnisdagatalinu, sem er Hvítasunnudagur.
Nánari staðsetning verður tilkynnt síðar, en þetta verður á Suðurlandinu, nær Reykjavík en Klaustur 😉