Eru ekki allir í stuði? Já, nú styttist óðum í aðra umferð í endurcrossi sem haldin verður í Reiðhöllinni 14 febrúar. Nú þegar eru þeir allra hörðustu búnir að skrá sig og heyrst hefur að nokkrir norðanmenn ætli sér að mæta galvaskir til að kenna flatlendingum hvernig eigi að keyra „ekta“ endurocross. Eitt og annað hafa menn lært af síðustu keppni, meðal annars er varðar brautarlagninguna, loftræstingu, lengd moto-a o.fl. Þannig að þó keppnin verði ekki ósvipuð og sú fyrri, að þá verður hún hnitmiðaðri. VÍK vill taka fram að þessi keppni er ekki bara til að styðja við sportið okkar, heldur líka fjáröflun fyrir félagið og verða því ALLIR að kaupa sér miða sem ætla sér inn í höllinna. Engar undantekningar, en töluverð brögð voru á því að menn hópuðust til að „hjálpa“ félaga sínum í pittnum og komu sér undan því að greiða inn. Svona keppnishald í þessu formi er með þeim dýrari sem VÍK hefur staðið fyrir og skreið síðasta keppni rétt yfir núllið. KOMA SVO! ÞETTA VERÐUR GEÐVEIKT!
Hér er svo myndband frá síðustu keppni sem fannst á YouTube.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=jwk03IYohu4[/youtube]