Fornhjól

Það hefur oft verið sagt að hjólamenn séu mestu bílskúrsrottur sem um getur, enda gaman að skrúfa, gera, bæta, breyta og gera hjólin sem best, flottust og áræðanlegust.
Vefnum hefur borist til eyrna að tveir félagar okkar séu að gera upp gamlan gullmola, sem að menn halda að sé fyrsta og elsta núlifandi MX hjól á Íslandi.
Þetta er Husqvarna 360 1968 módel. Búið er að skrúfa allt í sundur og eru menn að leggja niður fyrir sig hvað

 þarf að kaupa nýtt og hvað má nota. Miðað við hvað hjóllið er gamalt þá lítur það ótrúlega vel út, enda búið að vera ónotað frá 1975, en þá bilaði eitthvað í gírkassanum.
Stærstu verkefnin eru meðal annars að gera við bensíntankinn, rétta, sprauta og króma. Einnig þarf að fá hluti í skiptingu og kúplingu í USA og svo eru smærri verkefni eins og að fara með stellið í glerblástur á næstunni og sprautun.
Husqvarna var rosalegt hjól á sínum tíma og má segja að það hagi sér eins og 125 cc hjól á sterum. Powerbandið er svipað, nema bara 3x öflugra, þ.e. engin vinnsla neðst og svo er öllum hestunum sleppt lausum og allt verður vitlaust. Afturendinn sem er úr járni, er einmitt upprúllaður sem má skýra þannig að fyrri eigandi hafi einmitt veið duglegur að prjóna yfir sig, enda erfitt að halda framendanum niðri.
Þess má geta að Heimir "Lopi" Barðason á annað fornhjól sem er Maico 490 1981 módel, stórkostlega flott græja og vel uppgert hjól.
Gamalt eða nýtt ? Alltaf jafn gaman að dunda í skúrnum og klappa dótinu sínu.

Skildu eftir svar