Nú styttist í skráninguna fyrir Klaustur. Til að fyrirbyggja misskilning og vesen þurfa menn að vera yfirvegaðir yfir tölvunni miðvikudagskvöldið svo skráningin gangi smurt fyrir sig. Hér eru nokkur tips fyrir verðandi keppendur:
- Greiðið félagsgjöldin í VÍK, eða annað félag innan MSÍ, hér og nú því allir sem keppa þurfa að vera í félagi.
- Veljið ykkur liðsfélaga
- Ákveðið hver ykkar á að skrá liðið (Einn aðili skráir allt liðið og borgar með kreditkorti)
- Gjaldið fyrir hvern keppanda er 8.000 kr.
Svo á miðvikudagskvöldið klukkan 22.00 þarf að vera vakandi fyrir eftirfarandi atriðum og í réttri röð.
- Veljið ykkur flokk
- Veljið hversu margir verða í liðinu
- Smellið á GREIÐA hnappinn
- Fyllið út nafn, heimilsfang osfrv fyrir kreditkorthafann
- Skrifið nöfn ALLRA KEPPANDA í liðinu í ATHUGASEMDIR fyrir neðan upplýsingar um korthafann
- Smellið á Greiða með korti og fyllið út kortaupplýsingar
er ekki einstaklingskeppni?
Jú það er líka keppt í einstaklingskeppni. Skrifið nafn keppandans í „athugasemdir“ fyrir neðan upplýsingar um korthafann
Hvernig er það ef við skráum okkur 3 saman í lið og einn forfallast svo, getum við þá keppt í tvímenning í staðin?
Já, það er hægt.
getur maður lagt inná reikning í staðin fyrir að borga með korti
Ofsaleg vitleysa finnst mér að það kosti 8000 á keppanda… finnst nú ekki alveg það sama að rukka 8000 fyrir einstaklingskeppni, 16000 fyrir tveggjamanna lið og 24000 fyrir þriggja manna lið… það eru jafn margir hringir eknir sama hversu margir eru í liðinu en menn borga mikið meira… þvílík vitleysa
er að verða 17 ára og er á 85 má ég keppa í stóra flokknum
Það er lágmark að vera á 125cc tvígengis hjóli eða 250cc fjórgengis, með 21″ að framan og 18″ að aftan. Til að geta keppt á þannig hjóli þarf maður að vera 15 ára.
fyrir einn einstakling kostar 4000kr í félagsgjald í VÍK ?? er það ekki rétt hjá mér ?
Fyrir einn einstakling er félagsgjaldið í VÍK 4000 kr. ef borgað er á netinu, ef öll fjölskyldan er skráð að þá er fjölskyldugjaldið 7000 kr.
Muffin! Ef þú ert ósáttu við verðið sem sett er upp fyrir þessa keppni, að þá er engin að neyða þig til þess að taka þátt. Það voru nú háttstemmdar yfirlýsingar árið 2009 og 2008 þegar Klaustur datt út að menn myndu borga 20 þ.kr. bara til þess að keppnin kæmist aftur á koppinn. Þetta snýst ekki bara um brautina sjálfa, heldur umgang á svæðinu sbr. hreinlætiaðstöðu og einnig þarf að græða upp eftir keppnina, borga gæslu o.fl.
Heyra þetta! Menn að væla undan 8000 króna keppnisgjaldi og mæta svo á einhverjum útur blínguðum græjum, fara í 10-11 til að versla tilbúinn mat á okurverði osfv, horfa sér nær og spara í öðru en því sem snýr að uppbyggingu á sportinu.
Ég sagði það 2007 og segi enn, ég borga glaður 20þ kall í keppnisgjöld á alvöru keppni.
ok flott buin að græja þetta og skráður til klausturs 😀