Hafnarfjörður er staðurinn í dag, og í kjölfar greinar sem við birtum um utanvegaakstur nálægt Vallahverfinu, þá svaraði Óskar Kr. henni í síðasta tölublaði ( 20.10) Þar sem hann talar um viljaleysi yfirvalda í bænum til að bæta aðstöðu okkar. Skoðið greinina hér. Svo var það í dag að Ellý Erlingsdóttir formaður skipulags og byggingaráðs skrifar í blaðið og kynnir nýju tillögurnar um akstursvæði sem voru samþykktar í bæjarstjórn með öllum 11 atkvæðunum og ákveðið var hafin yrði gerð deiliskipulags í Kapelluhrauni fyrir akstursíþróttir. Kíkið á greinina hér.