Við viljum minna alla sem eru að spá í að hjóla á morgun að nota kerrurnar og keyra með hjólin á þau svæði sem opin eru eins og Þorlákshöfn (nú fást miðarnir á Olís í Norðlingaholti) og Bolaöldubrautina þ.e. ef veður leyfir í fyrramálið. Allir slóðar eru rennandi blautir og enduro kemur ekki til greina nema mögulega á línuvegum. Ekki reyna að keyra út fyrir veg – það kemur bara í hausinn á okkur.
Og af gefnu tilefni munum að reiðstígar eru fyrir hesta og alls ekki mótorhjól – látum reiðstígana algjörlega eiga sig!
Hér er ágæt lesning og þörf áminning um þetta.
Ekki á hestastígum – lesa meira
Gættu að landinu – lesa meira