Keppendalistinn fyrir Klaustur verður birtur um eða eftir helgina og vegna mikillar aðsóknar verður gengið mjög hart eftir því að keppendur séu skráðir í félag og hafi greitt félagsgjald. Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald í sinn klúbb geta því átt á hættu að vera hent út af listanum fyrir þá sem eru á biðlista inn í keppnina.
Ný verðskrá hefur tekið gildi og enn eru nokkrir dagar til að tryggja sér skráningu á lága verðinu hér á vefnum áður en greiðsluseðlar verða sendir út í næstu viku. Nú er einnig hægt að greiða fjölskyldugjaldið hér á vefnum.
Félagsgjöld VÍK 2010 | ||
Greitt á netinu / millifært | 4.000 kr. | |
Greitt með greiðsluseðli | 5.000 kr. | |
Greitt fjölskyldugjald á netinu / millifært | 7.000 kr. | |
Greitt fjölskyldugjald með greiðsluseðli | 8.000 kr. |
Það eru ekki allir í Vík og t.d. hjá okkur þá eru greiðsluseðlarnir ekki komnir ennþá því það birjar ekki nýtt tímabil fyrr en 1. maí .
Kv. Sindri Þorlákshöfn
Verður ekki áfram boðið upp á árskort í Bolöldu/Álfsnes?
Það verður boðið uppá árskortin hjá VÍK. Er í vinnslu og verður auglýst fljótlega.