Nú eru 5 keppnisdagar eftir í Dakarrallinu, en í gær óku mótorhjólin í sorgarfylkingu og kepptu ekki til minningar um Andy Caldecott, en hann var 12. mótorhjólamaðurinn sem tapar lífinu í þessari keppni á mótorhjóli. Alls hafa 23 keppendur, en 20 aðstoðarmenn, áhorfendur og starfsmenn látist í tengslum við þessa keppni frá 1979.
S. Peterhansel er á góðri leið með að vinna sinn 9. sigur í þessari keppni hefur 40 mín forustu í
bílakeppninni, en þetta er ekki búið fyrr en hann er komin í mark sem dæmi var hann með svipaða forustu í keppninni 2003 og á næst síðasta degi var svo mikið rik að hann sá ekki hvað var framundan þegar hann var að taka fram úr mótorhjóli, ók á stein og rústaði hjólastellinu undan bílnum að framan og féll úr keppni.
Leið dagsins er 231 km á vegslóðum sem mikið rik er á og þurfa keppendur að vara sig sérstaklega á því þar sem útsýni er nánast ekki neitt og vegslóðarnir vondir að sama skapi.