Þeir sem lesa þessa síðu muna eflaust eftir því að ég var að auglýsa eftir jakkanum mínum (og aðallega veskinu) eftir árshátíð VÍK, en án árangurs. Nú er loksins komin botn í málið… Ég fékk símhringingu frá Thorvaldsen bar í dag þar sem mér var tilkynnt að jakkinn hefði fundist þar, tæpum þremur mánuðum seinna. Þannig að það virðist vera að sá sem tók jakkann í Versölum hafi farið í honum á Thorvaldesn eftir árshátíðina og skilið hann eftir þar. Nema að hann hafi farið aftur út í honum um síðustu helgi. Það er allavega ljóst að það hafa ekki allir verið alsgáðir á árshátíðinni… Kv. Maggi