Leið 11 lauk í gær með sigri Alain Duclos á KTM 450, en hann keppir undir merki Frakklands en er í raun frá Afríkulandinu Mali. Þetta var fyrsti sigur hans í Dakar en honum hefur á undanförnum árum gengið mjög vel á síðustu dögum rallsins enda á heimaslóð. Staða fyrstu manna er sú sama og kemur varla til með að breytast mikið á þessum 4 dögum sem eftir eru.
S. Peterhansel er enn fyrstur í bílaklassanum þrátt fyrir að hafa villst á leiðinni í gær og tapað við það 15 mín á liðsfélaga sinn skíðakappann Luc Alpand sem er 25 mín á eftir Peterhansel.