Sala sigraði sérleiðina í gær

Í gær föstudaginn 13. sigraði Íslandsvinurinn Sala sérleiðina á mótorhjóli og tryggði þar með betur stöðu sína í 3. sæti. 10 ára strákur sem var að horfa á keppnina með flölskyldu sinni lést þegar hann hljóp yfir götuna og fyrir keppnisbíl sem ók á hann í gær.
Í dag var næst síðasta leið ekin og byrjaði dagurinn með því einnar mín þögn í minningu Thierry Sabine sem lést í þyrluslysi í Paris-Dakar keppninni 14. jan. 1986 þegar hann var að leita að tíndum keppendum á sjúkraþyrlu. T. Sabine var sá maður sem áttu hugmyndina af þessari keppni og stjórnaði henni frá 1979-1986. 1979 í fyrstu keppninni vann Yamaha XT500 þessa keppni, en í fyrstu keppninni voru bílar ekki með

 keppnislið og ekki keppt í bílaflokki. Í ár er einn keppandi á Yamaha XT500 árg. 1979 og er hann enn inni í keppninni, en í síðasta sæti (keppandi no215). Þar sem að hann er kominn svona langt eru allir að hjálpa honum við að komast til Dakar. Þess má geta að eftir um mánuð verður farið á 50 svona hjólum í sérstakri keppni liða þar sem eitt hjól, en þrír skiptast á að keyra hjólið til Dakar. Á meðal skráðra keppanda eru m.a. S.Peterhansel 6 faldur sigurvegari á mótorhjóli, mótorhjólakonan A. Mayer og fl. (hægt er að sjá allt um þetta á vefsíðunni www.heroeslegend.com ).
Keppnin í dag var 254 km sérleið og vann Yamaha sinn fyrsta sigur í þessari keppni. Það var D. Fretinge á Yamaha WRF 450 sem var 33 sek á undan Coma sem hefur aukið forustuna fyrir síðasta dag upp í 73 mín á Despres sem er annar. Sala átti afleitan dag, en er enn í 3. sæti, en aðeins rúmum 6 mín á undan bandaríkjamanninum Chris Blais.
Í bílunum er staðan sú sama nema að aðeins eru 3 mín á milli S.Peterhansel sem er í 3. sæti og M. Miller sem er í 4. Því bá búast við því að síðasta dag keppninnar verði baráttan um 3-4. sætið áberandi bæði í hjóla og bílaflokki.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar