Viltu taka þátt í að móta framtíð vélhjólaíþróttarinnar á Íslandi?

Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur, undir stjórn fulltrúa ÍSÍ, ráðist í að móta stefnu vélhjólaíþróttarinnar á Íslandi og verður það unnið í samvinnu við HÁ verkfræðistofu.
Tilgangurinn er að móta stefnu í mikilvægum málum á borð við aðstöðu til vélhjólaaksturs, umhverfismál, keppnismál, félagsstarf, kynningarmál ofl.
Nú er að hefjast vinna þar sem leitað er eftir skoðunum og hugmyndum þeirra sem stunda sportið. Ef þú hefur áhuga á framgangi sportsins gefst þér kostur á að taka þátt í þeirri vinnu. Málefnavinnan hefst næstkomandi fimmtudagskvöld, 2. febrúar og fer hún fram í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki þátt í tveimur til þremur umræðufundum sem hvor um sig tekur eina kvöldstund.
Hafir þú áhuga á þátttöku þá vinsamlegast sendu póst á  thordur@haverkfraedistofa.is.

Skildu eftir svar