Hér er listi yfir það sem ég tel að þurfi að fara yfir á mínu hjóli fyrir Klausturskeppnina:
Ný dekk og þykkar slöngur, ég mun vera með 10 – 12 psi loftþrýsting í dekkjunum. Fer yfir og herði teina, fer yfir legur og pakkdósir, skipti út eftir þörfum.
Linkur yfirfarinn, hreinsaður og smurður eða að allar legur og pakkdósir séu í lagi í afturfjöðrun. Skipti út eftir þörfum.
Stýrisgangur yfirfarinn, hreinsa gömlu feitina í burtu og set nýja feiti í staðinn. Endurnýja legur ef þarf.
Allt í bremsum yfirfarið, allir hreyfanlegir hlutir í bremsufærslum séu liðugir og það smurt eftir þörfum. Skipti um bremsuklossa ef þeir eru komnir í ca ¼. Endurnýja bremsuvökva ef hann er meira en árs gamall. Í keppnishjóli þarf að skipta um bremsuvökva amk tvisvar á ár, jafnvel oftar.
Allir barkar smurðir og yfirfarnir, endurnýja ef það er komið rof í vírana einhverstaðar.
Inngjöf hreinsuð og smurð, skipti um gripin/ handföngin ef þau eru rifin eða slitin.
Kúplings og bremsu handföng séu heil og öll samskeyti séu hrein, smyr alltaf liðamót og boltasamsetningar. Ég nota hellst alltaf óbrjótanlegt kúpplings handafang þar sem það er þrautin þyngri að keyra hjólið án kúplingar.
Ný smurolía og síur ( í 4t hjóli ).
Dempara teknir í gegn, þ.e skipt um olíur og pakkdósir. Ég vil skipta um olíu og pakkdósir amk einu sinni á ári. Í keppnishjóli vil ég skipta um olíu á framdempurum amk tvisvar á ári.
Endurnýja kælivökvann á vatnskössum. Þetta þarf að gera 2-3 á ári.
Tek með þrjár auka loftsíur sem ég verð búinn að setja loftsíuolíuna í og geymi í plastpoka. Það er ekki talið gott fyrir hjólið að nota síu sem var verið að setja olíu í. Olían þarf tíma til að setjast til í síunni. Ég tel best að gera það deginum áður en ég fer að hjóla.
Set nýjar merkingar á hjólið sem tilheyra keppninni. (Betra fyrir makkerinn að sjá þegar er verið að koma í pittinn, og að sjálfsögðu alla aðdáendur J )
Ég skipti út keðjum og tannhjólum eftir sliti en amk einu sinni á ári á mínu hjóli. Keppnishjól þarf oftast meira viðhald í þeim efnum.
Ef hjólið hefur ekki verið notað lengi er nauðsynlegt að skipta út bensíninu.
Ég er búinn að nota veturinn til að yfirfara ástand mótors, þ.e ventlastillingu og skipti um stimpil eftir þörfum. Kúplingu yfirfer ég og skipti um þegar hún er orðin slöpp. Í keppnishjóli ath ég með lit og eða hvort stáldiskar eru undnir og mæli þykkt á diskunum.
Eigendahandbókin, sem á að vera til með hjólunum, á að segja allt sem þarf að vita um viðhald á hjólunum. Ég nota mínar handbækur mjög mikið.
ATH þetta er það sem ég tel að þurfi að gera fyrir mín hjól, annað getur átt við aðrar tegundir.
Frábærir punktar hjá þér Óli.
Smá viðbót.
Það getur verið sniðugt að færa bæði kúplingshandfang og bremsuhandfang innar á stýrið,
þetta getur komið í veg fyrir að brjóta handföngin og það sem meira er að þetta léttir átakið þannig að það verður léttara að kúpla og bremsa.
Ef bremsurnar eru að taka seint (neðarlega) þá er gott ráð að setja strappa á frambremsuna (handfangið) og hafa það þannig yfir nótt, með þessu móti ertu að lofttæma bremsukerfið.
Þetta getur þú einnig gert við afturbremsuna en þá þarf þú að festa bremsupetalann niðri með einhverju móti, færð þéttari og betri bremsur.
En eins og Óli benti á þá er nauðsynlegt að skipta um bremsuvökva á sirka árs fresti.
Ef þú setur silicon spray á hjólið fyrir keppni þá er auðveldara að þrífa hjólið á eftir keppni og í keppninni tollir drullan síður á hjólinu, það er gott að setja silicon inn í brettin.
Keppnisráð varðandi gleraugu, ef og þegar þú færð móðu á gleraugun þín og þú færð þér ný gleraugu (á milli hringja) mundu þá að þurka svitann og rakan úr andlitinu á þér annars kemur móða nánast aftur um leið.
Forðastu að nota nýjan fatnað fyrir keppni, þá á ég sérstaklega við skó, sokka, hanska, hjálm, það er alltaf hætta á að nýir hlutir geti nuddað þig og oftar en ekki þarf maður að aðlagast nýjum fatnaði.
Kv
#10 Haukur
Svo er það tímatökubólan.
Ég er með svitaband sem ég geri lítið gat á og set tímatökubóluna inn í og svo utan um hendina.
Ég hef líka heyrt um að menn noti nylon sokka og klippi niður í teygju og setji bóluna inn í og límband utan um.
Reynsluboltar!!!!!!!
Endilega komið með góð Tips og Trix úr reynslubankanum eins og Haukur gerir.
Allt sem ég kann í dag er enmitt komið frá góðu fólki sem hafa gefið mér ráð.
Eitt var mér líka kennt varðandi bremsu og kúpplingshandföngin. Að setja teflontape undir festingarnar á stýrinu. Þá snýst það þegar urlast er á hausinn. Teflontape er það sem píparar nota til að þétta rör við samsetningu, fæst í öllum byggingavöruverslunum.
Sælir,
Þarf að framvísa einhverjum upplýsingum varðandi tryggingar og skráningar og fl.?
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að það kveikni í hondu í miðri keppni?
öss menn bara með kjaft.
Með því að vera ekki á hondu ! !
rífa upp smá spenning á milli tegunda rétt fyrir keppni 🙂 það verður að vera
Bara að muna að aka ekki yfir grænu hjólin þó þau falli alveg inn í grasið 🙂
appelsínugulu vinnuvélarnar eru líka oft fyrir haha !