Gert er ráð fyrir að keppendur komi með hjólin til skoðunar á laugardeginum. Takmarkaður skoðunartími verður á sunnudagsmorguninn. Hann er ætlaður þeim sem þurfa “endurskoðun” eða hafa af óviðráðanlegum orsökum ekki getað mætt á laugardeginum.
En hvað um það – Allir mæta glaðir á svæðið á laugardeginum og fara beint í að ganga frá skráningu. Hún er tvískipt.!
Fyrst fer keppandi með hjólið (dautt á mótor takk!) og hjálminn til skoðunar á sérstakt skoðunarsvæði (skilti munu vísa veginn). Þegar skoðun á hjóli hefur farið fram, fær keppandi sérstakan “Í lagi” seðil. Þessi seðill er forsenda fyrir seinni hluta skráningarinnar – nefnilega pappírsmálunum.
Keppandi losar sig við hjólið og með bros á vör mætir hann í innritunartjaldið með “Í lagi” seðilinn, ökuskírteini, pappíra um að hjólið sé skráð/tryggt (mælt er með því að menn kaupi sér keppnisviðauka á trygginguna) og undirritaða þátttökuyfirlýsingu (yngri en átján muna undirritun forráðamanna). Þátttökuyfirlýsing MSÍ er aðgengileg hér á netinu (sjá link í eldri frétt hér neðar).
Þegar búið er að stemma af alla hluti fær keppandi að lokum afhent ýmiss gögn, m.a. númer á framplötuna, ásamt svo hinni geysilega verðmætu tímatöku-bólu..en allt snýst jú um að koma henni hvern hringinn á fætur öðrum – á sem skemmstum tíma!
Munið – þeir sem eru með alla pappíra klára, ganga fyrir í röðinni.
Þátttökutilkynningar eru aðgengilegar hér á netinu.
MUNIÐ – keppendur rúlla hjólum sínum um svæðið á handafli.