Yamaha mun standa fyrir Endurokeppni laugardaginn 11. febrúar í tilefni af frumsýningu á 2006 árgerðum af Enduro og Motocrosshjólum Yamaha.
Keppnin mun fara fram í landi Lundar framan við Yamaha á Nýbýlaveginum en búið er að útbúa braut þar í tilefni dagsins. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem keppt verður í Enduro innanbæjar.
Keppendur eru menn sem hafa unnið flesta ef ekki alla Íslandsmeistaratitla frá upphafi og má við það bæta
að þarna munu númerin 1 og 2 keppa hlið við hlið.
Keppnirnar munu hefjast laugardaginn 11. febrúar kl 12.30 og 13.30. Það má því búast við hörkuskemmtun og spennandi keppni í Kópavoginum.