Mótorhjólaiðnaðurinn

Vegna greinargerðar um mótorhjólaiðnaðinn á Íslandi sem ég er að vinna að þessa dagana vantar mig ef einhver á í fórum sér dagbækur um allt það sem menn eyða í mótorhjólið sitt. Um er að ræða kostnað s.s. bensín, dekkjakostnað, olíur, bón, galla, hjálma og kostnað er tengist því að nota hjólið. Einnig væri gott að fá dagbækur um endurotúra og kostnað vegna þeirra. Lokið hef ég úttekt á muninum á venjulegum endurotúrum og akstri í merktri endurobraut í endurotúrum og er mikill munur á slysatíðni þar á, ef einhver á upplísingar um

 slys í endurotúrum væri gott að fá þær upplísingar. Þetta gæti gagnast vel við fjármögnun á enduro og crossbrautum í framtíðinni fyrir tryggingarfélög og Heilbrigðisráðuneyti vegna mikils mun á slysatíðni þar sem vænlegt væri fyrir tryggingarfélög og Heilbrigðisráðuneytið að fjárfesta í motocrossbrautum og endurobrautum vegna mikils mun á slysum utan brauta.
    Fullum trúnaði er heitið varðandi upplísingar frá einstaklingum og mun hvergi koma fram hvaðan upplísingarnar koma frá. Þetta er gert til að reyna að komast að því hvað mótorhjólanotendur eru að greiða í opinber gjöld og að hafa áhrif á hvað er reiknað inn í mótorhjólavísitöluna sem er að mínu mati rangt skráð hjá yfirvöldum og inn í þessa vísitölu vanti marga liði. Netfangið hjá mér er liklegur@internet.is og síminn er 694-9097. Hjörtur Líklegur.

Skildu eftir svar