„Hells gate“ og „The Tough One“

Ný tegund af Endurokeppnum hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin tvö ár.  Þetta eru keppnir þar sem keppendur þurfa að fást við mjög erfiðar þrautir og oft á tíðum þurfa þeir aðstoð áhorfenda til þess að klára.  Dæmi um slíkar keppnir eru “Hells gate” og The Tough One” sem báðar hafa verið haldnar á þessu ári og David Knight hefur unnið.  Það sem vekur athygli er að þeir keppendur sem standa sig hvað best í þessum erfiðu keppnum eru oft á tíðum fyrrverandi eða jafnvel núverandi Trials keppendur. 

Dæmi um einn slíkan er Graham Jarvis.  Hann er að keppa í fyrsta skipti í Enduro á þessu ári en er mjög þekktur Trials ökumaður og hefur margoft sigrað í heimsmeistarakeppnum í þeirri grein.  Hann varð í öðru sæti í “The Though One” á eftir David Knight og kláraði í fimmta sæti í “Hells gate” af þeim sex keppendum sem náðu að klára.  Graham mun einbeita sér að Enduro í ár og keppa fyrir Sherco.  Það verður án efa spennandi að fylgjast með kappanum og það verður spennandi að sjá hvort fleiri Trials ökumenn feta í sömu spor og þeir fyrrnefndu.

Skildu eftir svar