Næstkomandi fimmtudagskvöld (23. febrúar) verður haldið upphitunarkvöld fyrir þá sem hafa greitt og tryggt sér sæti á námskeiðið hjá Steve Colley. JHM Sport hefur opnað dyr sínar og er ætlunin að byrja klukkan 19:30 stundvíslega. Við byrjum á kvikmyndasýningu þar sem sýnt verður frábært kennslumyndband og farið yfir helstu atriði í trials. Einnig ætlum við að skoða fyrirkomulag námskeiðsins hjá Colley. Fyrir þá sem vantar
fatnað fyrir vorið, ætlar JHM Sport að sýna hvað verður í boði frá Hebo en þeir eru með mjög flottar vörur, hjálma, skó og þess háttar. Mönnum er velkomið að mæta með trials hjólin sín þetta kvöld því ef ekki snjóar er hugmyndin að leika sér aðeins á planinu fyrir utan JHM og taka grunnæfingar á borð við Balance, Bunny Hops, Front Wheel Hops, Nose Wheelie og etv Jab Zab.
Prentaðir hafa verið rosa flottir “Steve Colley” bolir sem seldir eru á kostnaðarverði (1000kr) og verða þeir til sölu þetta kvöld, þeas ef þeir verða ekki uppseldir þá þegar því þeir fara víst hratt. Þess má geta að Steve Colley lét í sér heyra nú fyrir helgi og hann er spenntur að koma aftur á klakann.
Sjáumst fimmtudaginn klukkan 19:30. Kveðja Þórir