Ég fór á Selfoss í gærkvöldi og athugaði aðstæður eftir miklar og misjafnar sögusagnir. Niðurstaðn er þessi: Staðan á Selfossi er bara nokkuð góð. Eftir rigningu í siðustu viku hefur brautin þornað mikið í sólinni gær og lítur nokkuð vel út. Nýjir stökkpallar hafa vakið upp nokkrar spurningar vegna hversu krefjandi þeir eru og verða þeir lagaðir í kvöld. Veðurspáin er góð: Á föstudag og laugardag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Súld eða þokuloft norðanlands, einkum að næturlagi. Annars víða léttskýjað. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Á sunnudag: Vestan 3-8 m/s og súld við vesturströndina, en víða bjart veður austantil. Hiti 10 til 18 stig.
Á mánudag og þriðjudag: Vaxandi suðvestanátt og rigning, en þurrt austanlands. Fremur hlýtt í veðri.
Íslensk þýðing: Sól
Munið síðan eftir sólarvörninni og flugnanetinu, kveðja, Hákon Orri Ásgeirsson