Motocrossnefndin vill þakka þeim 43 sem mættu í gær í rjómalogni og blíðu í Álfsnes. Við höfum eytt miklum tíma og fjármunum í að byggja brautina okkar. Undanfarin ár hafa verið byggðar brautir með miklum myndarskap en oftar en ekki hefur dæmið ekki verið hugsað til enda. Brautirnar spólast upp og skemmast og sjaldnast lagaðar fyrr en nokkrum dögum fyrir keppni. Þá er rokið til og vinnan við endurbyggingu lendir á fáum útvöldum (oftar en ekki á Reyni Jónssyni).
Til að hefja sportið á hærra plan hefur motocrossnefndin ákveðið að mánaðargjald verði tekið af hjólamönnum. Mánaðrgjaldinu verður varið til viðhalds á brautinni. Þegar hefur verið samið við verktaka sem kemur vikulega og lagar eða endurbætir brautina. Með þessu telur nefndin að brautin eigi eftir að haldast eins góð og kostur er. Mánaðargjaldið er 2500 kr. fyrir 17 ára og eldri en 1000 kr. 16 ára og yngri (árið gildir).
Þegar hefur verið prentað mánaðarkort sem gildir í þetta skipti út September. Menn eru beðnir um að líma kortið á hægri framdemparann ofantil að aftanverðu. Við verðum svo öll að fylgjast með því að eingöngu séu menn í brautinni sem hafa mánaðarkortið á demparanum. Mánaðrkortin eru í númeraröð. Söluaðilarnir munu halda skrá yfir hverjir hafa keypt miðan, þeir senda nöfnin inná motocross.is og Guðjón ætlar að birta nafnaskrána á netinu. Söluaðilar eru Vélhjhól og sleðar verkstæði, JHM SPORT, Púkinn og MOTO.
Á morgun föstudag hefst sala miðanna í áður upptöldum búðum. Á laugardag verður brautin svo opnuð kl. 11.00 þeim sem hafa greitt.
Brautin opnar á Laugardaginn kl .11.00 en þeir sem hafa verið að vinna í brautinni undanfarna viku eru velkomnir að hjóla í henni frá 16.00 til 21.00 á morgun föstudag. Motocrossnefndin vill þakka Viggó (eldri), Gunna Sölva, Víði Ívarssyni, Svenna pípara, Aroni Reynissyni og Þorra Ásgeirssyni sérstaklega fyrir hjálpin. En þessir aðilar lögðu allir til frí tæki og sinn tíma við endurbygginguna.
Opnunartími brautarinnar er sem hér segir:
Þriðjudaga 16.00 – 21.00
Fimmtud. 16.00 – 21.00
Laugardaga 11.00 – 18.00
Sunnudaga 11.00 – 18.00
Munið svo að margt smátt gerir eitt stórt. Veitum öll aðhald til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á Álfsnesi. Fh. Motocrossnefndar þór Þorsteinsson Ragnar Ingi Stefánsson Reynir Jónsson Haukur Þorsteinsson