Fjórir keppendur óku framhjá tímatökuhliðinu í fyrsta hring, án þess að stimpla sig inn. Voru þetta Ishmael David, Magnús Sveinsson, Einar Sigurðsson og Helgi Valur Georgsson.
Einar Sigurðsson áttaði sig á þessum mistökum eftir 20 metra. Klossbremsaði og fleygði hjólinu frá sér. Hljóp til baka (þar sem ekki má aka í öfuga akstursstefnu í braut) og stimplaði sig inn. Hann náði að stimpla sig inn fyrstan en meðan hann hljóp til baka þá tóku framúr honum fjórir keppendur. Við þessi hlaup tapaði Einar um 30 sekúndum og má segja að þær hafi haft mikil áhrif á gang keppninnar. Viggó sigraði með 37 sekúndna forskot á Einar. Einar lauk síðan deginum með því að sigra í seinni umferðinni og vinna overall úrslit dagsins.
Ishmael David áttaði sig á mistökunum þegar hann hafði ekið 4-500 metra inn í hring 2. Bað til Guðs um að hann hefði verið stimplaður handvirkt inn en fékk ekki ósk sýna uppfyllta. Ishmael er enn í dag að gráta mistökin. Í seinni umferðinni bilaði hjólið hjá Ishmael í fjórða hring en hann var þá í 17 sæti.
Magnús Sveinsson áttaði sig á þessu þegar hann lauk sínum öðrum hring og tók þá eftir því að keppandinn fyrir framan sig stoppaði til að stimpla sig inn. Magnús var þá í hörku „race“ við annan keppanda og sá ekki mikinn tilgang í að halda áfram þar sem hann var sjálfkrafa orðinn einum hring á eftir. Hætti hann strax. Í seinni umferðinni þá lenti hann í vandræðum með kúblinguna eftir ána þar sem olíana var orðin eins og mjólk á litinn.
Helgi Valur var hundfúll yfir þessum mistökum og mætti fyrir bragðið tvíelfdur í seinni umferð og endaði í 8 sæti í þeirri umferð.