Strax eftir síðustu motocross keppni á Ólafsvík fór Ragnar I. Stefánsson í stuttan enduro túr. Í einni pásunni stóð hann við hliðina á hjólinu og setti aðra löppina upp á hjólið til að styðja við það. Sneri sér við til að fylgjast með og við það rann hina löppin með þeim afleiðingum að hann datt mjúklega niður á afturendann. Fyrir var grjót sem olli því að spjaldhryggurinn og mjaðmagrindin skekktist.
Undanfarið hefur hann stuðst við hækjur og verið sárkvalinn. Jóhannes Sveinsson, öðru nafni Jói Kef tók hann til meðferðar og segir Ragnar það hafa skipt gríðarlegu máli. Hækjurnar eru komnar upp í hillu og fyrst í gær fór hann í hjólatúr. Ragnar telur sig vera orðinn nokkuð góðan og mun taka þátt í keppninni um næstu helgi.