Frábær stelpuendúróferð afstaðin

Stelpurnar ásamt aðstoðarmönnum

27 stelpur skelltu sér í stelpuenduro sunnudaginn 13. júní í boði Blue Mountain og Moto.
Það rigndi eldi og brennisteini snemma um morguninn en komið var blíðskaparveður þegar hópurinn var klár og hélst það út daginn. Það var Haukur #10 sem tók að sér að leiðbeina stúlkunum áður en farið var af stað og voru þær að sjálfsögðu sáttar með það.
Hópurinn skiptist í 2 hópa, lengra komnar og styttra, en öllum gekk ótrúlega vel. 3 karlmenn voru fengnir til að aðstoða hópinn en það voru Haukur, Arnór og Ásgeir í Aukaraf. Þeir stóðu sig með prýði og fá miklar þakkir fyrir.
Kalli og Helga í Moto tóku síðan á móti hópnum eftir rúmlega 2 tíma keyrslu, með frábærum veitingum, grilluðu pylsur, kjúklingaleggi ofl. Takk fyrir það!! Hluti hópsins hafði ekki fengið nóg af hjólamennsku og skellti sér í smá brölt eftir veitingarnar.


Það voru þreyttar en kátar stúlkur sem héldu síðan heim á leið eftir vel heppnaðan dag. Fullt af nýjum andlitum var með í þessari ferð og vonandi sjáum við þau oftar í sumar:-)

Takk fyrir mig stelpur….þið voruð frábærar.

kv. Tedda

Stelpuspjallkorkur

Við þetta má bæta að nú hefur verið opnaður sérstakur spjallkorkur hér á motocross.is. Spjallkorkurinn er aðeins sýnilegur fyrir stelpur og aðeins stelpur geta skrifað á hann. Fyrst þurfið þið að vera með notendanafn hér á síðunni. Ef þið sjáið ekki „Stelpur“ á spjallborðinu þarf að bæta ykkur á „Stelpulistann“. Sendið inn stuttan tölvupóst á vefstjóra og hann bætir ykkur á hann. ( vefstjori@motocross.is )

Leggjum í hann!
Allt tilbúið

Svo á að beygja hér

Skildu eftir svar