Bilun hjá Heimsnet

Vefsíða þessi er geymd hjá Halló Heimsnet og er búin að vera ýmist hægvirk eða ekki hægt að nálgast hana síðustu 2 daga.  Tölvukallinn hafði upphaflega samband við þá á þriðjudagsskvöldið, aftur á miðvikudaginn og sprakk síðan kl. 17 í dag og hellti úr sínum viskubrunni yfir þá.   Tóku þeir kipp og fundu bilun í „router“ Halló Heimsnet sem var kippt í lag.  Ljósleiðari hafði farið í sundur á þriðjudaginn og var gerð bráðabirgða breyting á routernum sem síðan truflaði allt samband eftir að ljósleiðarinn komst í lag en gleymst hafði að breyta routernum tilbaka.  Bilun þessi var ekki einskorðuð við þennan vef heldur alla vefi sem geymdir eru hjá þeim en enginn hafði kvartað nema tölvukallinn.  Vefurinn fékk því sinn eðlilega hraða kl. 18 í dag og tölvukallinn fékk margfaldar þakkir fyrir að hafa verið svona ýtinn og leiðinlegur sem varð síðan til að bilunin fannst og fékk hann loforð um að hlustað verði á hann næst þegar hann opnar munninn.  Vonandi hafa sem fæstir orðið fyrir óþægindum.

Skildu eftir svar