Harðfennistúr á Heklu

Við skruppum tveir, ég og Gulli upp að Heklu á laugardaginn í harðfennistúr. Það er skemmst frá því að segja að færið var frábært, og ekki spillti veðrið fyrir, en það var þó nokkuð frost, heiðskírt og frá því að vera stafalogn upp í smá gjólu. Toppurinn á Heklunni var sigraður, og ólýsanlegt að standa þarna uppi á blátoppnum í þó nokkru frosti á heitri jörðinni og gufan stígur upp allt í kring, með endalaust útsýni í allar áttir. Hér eru nokkrar myndir.
Vefstjóri.


Skildu eftir svar