Landvörður Lambhaga og nærliggjandi svæðis gaf sig á tal við umsjónarmann vefsíðunnar og talaði um miklar gróðurskemmdir. Mikil vinna hefur verið lögð í uppgræðslu sem síðan er fótum troðin í algjöru virðingarleysi af einhverjum hjólamanni / mönnum. Þetta svæði ásamt fleirum á landinu er í stuttu máli frábært hjólasvæði. Með þessu áframhaldi verða komin upp skilti þar sem hjól eru bönnuð og þegar það gerist þá eru þau komin til að vera. Svæðið er morandi í slóðum sem hreinn draumur er að keyra. Sá mikli fjöldi hjólamanna sem hefur í gegnum árin notið þessa hjólasvæðis án athugasemda og í vinsemd Landvarðar mun hálshöggva, húðfletta og tæta í sig hvern þann sem sést til eða fréttist af vera valdandi að gróðurskemmdum. Það fáránlegasta af öllu er að einmitt á þessu svæði þar sem allt er morandi í slóðum, þurfa menn að vera frekar heilalausir verði þeir valdir að skemmdum.
Vefurinn auglýsir því „open season“ á alla heilalausa og greiðir 800 krónur fyrir bensínhöndina og 270 krónur aukalega ef úlnliðurinn fylgir.