Úrslitin frá Vestmannaeyjum

Hérna koma úrslitin úr Motocrossinu í Vestmannaeyjum, restin kemur seinna, þ.e. tímar úr hverju motoi fyrir sig o.s.frv. Fullt af keppendum er nú veðurtepptur í Eyjum þar sem ekki er flogið vegna veðurs. Í kvöld verður hörkuskemmtun í Herjólfsdal þar sem búið er að setja upp tjald og skapa á sanna Þjóðhátíðarstemmningu. Stimpilhringirnir koma fram og er nokkuð ljóst að þeir verða beðnir um að koma fram á næstu þjóðhátíð. Árni Johnsen ætlar einnig að mæta á svæðið og taka kartöflusönginn hinn eina sanna. Af útlendingunum er það af frétta að Joe Columbrero mætti og keppti í B flokki en gekk ekki sem skyldi. Tom Webb gat ekki mætt af óviðráðanlegum orsökum en því miður var þetta síðbúið aprílgabb af hálfu Castrolliðsins. Þess má geta að þó Castrolliðið hafi ekki gengið eins og áætlað var í keppninni er nokkuð ljóst að þeir hafi unnið „flottfaktorinn“ svokallaða þar sem þeir dreifðu plakötum af liðinu og gáfu út geisladisk sem gefin var á keppninni.Þá er fréttum úr Eyjum lokið, Kv. Eva Björk Fréttaritari VÍK í Eyjum.

Umsjónarmaður vefsíðunnar er staddur upp á hálendi og ekki í aðstöðu til að koma efninu frá sér á viðunandi hátt þar sem gagnahraði (tengihraði) netsins í gegnum GSM síma er lítill.  Samt sem áður hefur öllum upplýsingum verið komið á framfæri þó svo „útlitið“ á efninu sé hrátt.

Úrslit

Skildu eftir svar