Fylgist með fréttasíðunni fyrir nánari fréttir:
Eins og margir vita þá var hjólinu hans Hjartar Líklegs Jónssonar stolið nýverið og hefur ekki enn fundist. Líkur á að hjólið finnist fara því miður minnkandi og því hefur stjórn VÍK ákveðið að halda styrktarkeppni í enduro í Bolaöldu sunnudaginn 11. júlí nk. Allur ágóði af keppninni mun renna í styrk til Hjartar til að endurnýja hjólið nú eða til að lagfæra það ef það finnst að lokum.
Hugmyndin er að halda sannkallaða skemmtikeppni í enduro þar sem allir keppa á jafnréttisgrundvelli, sér og öðrum til skemmtunar og fyrir gott málefni. Hjörtur mun sjá um skipulagið á keppninni og hver veit nema gamla góða hlaupastartið verði endurvakið! Nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar en við hvetjum alla til að taka daginn frá og taka þátt.
Kveðja, stjórn VÍK.