Aðalfundur AÍH á miðvikudaginn kl. 20

Aðalfundur Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar (AÍH) verður haldinn þann 15.mars n.k. í Álfafelli (á 2. hæð í íþróttahúsinu við Strandgötu).  Fundurinn hefst klukkan 20. Fundardagskráin er hér að neðan.  Sérstaklega viljum við benda á lið I – lagabreytingar. Eftir innkomu okkar í ÍBH hefur ÍSÍ yfirfarið lög AÍH og beðið um 3 lagabreytingar sem lagðar verða fyrir fundinn.  Einnig viljum við hvetja þá sem áhuga hafa að starfa í stjórn eða nefndum félagsins að bjóða sig fram. 
 Aðalfundur – dagskrá:


 

A)    Setning.
B)    Kosnir fastir starfsmenn.
C)    Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
D)   Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs.
E)    Deildir gefa skýrslur.
F)    Umræða um skýrslur.  Afgreiðsla reikninga.
G)   Kosnar fastar nefndir.
H)   Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
I)     Lagðar fram tillögur að lagabreytingum.
J)     Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
K)    Þinghlé.
L)    Nefndaálit og atkvæðagreiðslur um tillögur.
M)   Kosning stjórnar.
N)   Önnur mál.
O)   Fundargerð lesin.
P)    Fundarslit.

Stjórn AÍH

Skildu eftir svar