Það verður mikið lagt í brautarvinnu fyrir keppnina á næsta Laugardag. Reynir verður með gröfur, jarðýtu, traktor og vökvunarmenn á vöktum. Gámapallurinn, við hliðina á startinu, verður lagaður til þannig að hann verði með betri lendingu bæði ofaná og niðurstökkið. Að venju má búast við flottri Álfsnesbraut í keppni. Okkur vantar harðduglegt fólk til að aðstoða okkur á fimmtudag og föstudag. Það eru næg verkefni fyrir alla. Þeir félagsmenn okkar sem vilja leggja hönd á plóg hafi samband við Reyni S: 898 8419.
Brautarnefnd.