Hún verður haldin sunnudaginn 27. júní 2004. Bikarmót í motocrossi verður á laugardeginum en þessa helgi eru Færeysku dagarnir í Ólafsvík. Fullt af fólki og svaka stemning. Keppt verður í opnum flokki 4×4 og 4×2 í crossbrautinni og einnig verður þrautakeppni í opnum flokki. Þetta miðast að sjálfsögðu við að næg þáttaka náist.
Keppendur verða að vera skráðir í félag, VÍK eða eitthvað annað. “Skráning í VÍK” Hægt er að redda skráningu í VÍK nánast undir eins og verið því ekki feimin við að skrá ykkur og það kostar einungis 3.000.- krónur ! Keppnisgjald er 5.000.- kr og innifalin er Trygging fyrir keppanda ! Skráning er hafin hjá Nítró í síma 557-4848 sem heldur keppnina og gefur verðlaunin.