Sjöunda umferð FIM World MX1 og MX2 Motocross Championship í Englandi var um síðustu helgi, þar sem ökumennirnir frá Nýja Sjálandi unnu báða flokka í MX GP. Josh Coppins á Hondu vann sinn fyrsta sigur á ferlinum í MX1 og Ben Townley á KTM vann fimmta sigur sinn á árinu í MX2 og eykur enn á forystuna.
Í MX1 flokknum skiptu Coppins and Mickael Pichon Honda með sér að klára mótoin í fyrsta og öðru, Coppins náði betri tímum og varð fyrstur overall og Pichon í öðru, Everts varð svo 3ji á Yamaha.
Í MX2 flokknum vann Townley bæði motoin og er nú með 26 stiga forystu á Steven Sword, sem endaði 3ji á Isle of Wight brautinni. Kawasaki ökumaðurinn endaði bæði móto í 3ja.
Annar overall varð Tyla Rattray, sem kláraði bæði moto í öðru sæti, þannig að það voru 2 KTM og 1 Kawi á verðlaunapallinum